Líparít

Líparít (ljósgrýti, rhyólít) er dulkornótt gosbergsem telst með vissum hætti til sérkenna Íslands því það finnst óvíða á úthafseyjum nema hér.  Nafnið er dregið af eynni Lípari á Ítalíu en nú er algengara að nefna bergið "rhyólít".

Bráðin myndast í rótum megineldstöðva og er kísilrík (súr) og þar af leiðandi mjög seigfljótandi þannig að bergið er oftast straumflögótt og brotnar upp í flögur við veðrun.  Líparítskífur voru löngum notaðar í þök torfbæja og í seinni tíð sem vegg- og gólfflísar.