Granít

Granít er grófkornótt djúpberg, myndað við kristöllun kísilskrar bráðar.  Það er einkennisstorkuberg meginlandanna því segja má að efri hluti meginlandsskorpunnar sé granít.

Bergið er breytilegt að lit, oftast grátt til bleikt eftir steindarsamsetningu þess, þétt og stenst vel veðrun.  Það er því eftirsótt til margra nota.  Ýmsar málmmyndanir (blý, tin, zink) tengjast granít-innskotum, t.d. á Cornwall á Englandi, en það var sókn í landið skömmu fyrir Krists burð.